Sport

Tristan náði EM lágmarki í tugþraut

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tristan ásamt bróður sínum, Krister Blær, og föður sínum Jóns Arnars.
Tristan ásamt bróður sínum, Krister Blær, og föður sínum Jóns Arnars. vísir/daníel
Tristan Freyr Jónsson, fjölþrautamaður úr ÍR, náði EM lágmarki í fjölþraut á Meistaramóti Íslands, en mótið fór fram við góðar aðstæður í Kaplakrika um helgina.

Tristan, sem er sonur Jóns Arnars Magnússonar, varð hlutskarpastur í 18-19 ára flokki, en hann náði lágmarki fyrir Evrópumót 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð.

Kappinn nældi sér allt í allt í 6962 stig, en árangurinn er ekki langt frá Einari Daða Lárussyni í Tristans flokki. Met Einars telur 7394 stig.

Snadra Eiríksdóttir, ÍR, og Árni Björn Höskuldsson, FH, unnu í sjöþraut kvenna og karla, en athygli vakti að einungis einn keppandi var í sjöþraut karla og einn í sjöþraut kvenna.

Raguel Pino Alexandersson, UFA, átti einnig mjög gott mót. Hann setti nýt met í bæði 14 og 15 ára flokkum í fimmtarþraut.

Mótið var ágætis upphitun fyrir Smáþjóðaleikina sem hefjast svo í næstu viku, en Meistaramótið hefur oft verið seinna sumars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×