Innlent

Trilla alelda austur af Vestmannaeyjum

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá aðgerðum á vettvangi.
Frá aðgerðum á vettvangi. vísir/óskar
Trilla er nú alelda austur af Vestmannaeyjum. Einn var um borð og komst hann í nærstaddan bát. Neyðarkall barst frá trillunni klukkan 12:04 og fór björgunarfélag Vestmanneyja strax af stað. Formaður þess, Adolf Þórsson, segir ekki hafa tekist að afla upplýsinga um hvaða bátur þetta sé en hann sé nú alelda úti við Vestmannaeyjar.

Uppfært kl 13.10:

Þyrla Landhelgisgæslunnar var stutt frá vettvangi þegar neyðarkallið barst. Hún var send á staðinn og nærliggjandi skip og björgunarskip slysavarnarfélagsins Landsbjargar kölluð til. Skipverja bátsins var bjargað um borð í fiskiskipið FRÁR VE um tíu mínútum eftir að útkallið barst.

Fiskibáturinn er alelda og eru björgunarskipið Þór og þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi, sem og Lóðsinn frá Vestmannaeyjum, sem freistar þess að slökkva eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×