Enski boltinn

Treyjurnar hans James seldust frekar ódýrt

David James er hann var upp á sitt besta.
David James er hann var upp á sitt besta. vísir/getty
Íslandsvinurinn David James neyddist til þess að selja marga af sínum verðmætustu munum eftir að hann varð gjaldþrota.

James er talinn hafa þénað tæpa fjóra milljarða króna á ferlinum en honum tókst að eyða öllu fénu.

Sölunni á mununum er nú lokið og náðist að safna frekar litlum pening upp í þrotabúið. HM-treyja frá 2002, er England lagði Argentínu, fór á 130 þúsund krónur.

Liverpool-treyja frá árinu 1995 seldist á 30 þúsund krónur á meðan Portsmouth-treyja frá 2008 fór á 92 þúsund krónur. Þetta þykja ekki háar tölur miðað hvað gengur og gerist á íslenskum Herrakvöldum.

James er nú spilandi þjálfari hjá Kerala Blasters FC í indverska boltanum. Hann spilaði 53 landsleiki á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×