Lífið

Trevor Noah tekur við af John Stewart

Samúel Karl Ólason skrifar
Trevor Noah.
Trevor Noah. Vísir/AFP
Suður-afríski grínistinn Trevor Noah mun taka við stjórn Daily Show af John Stewart. Noah er tiltölulega lítt þekktur utan heimalands síns, en þar hefur hann stýrt spjallþáttum og útvarpsþáttum. Hann hefur starfað við Daily Show í um fimm mánuði.

Þetta var tilkynnt fyrr í dag, en á vef New York Times segir að ekki sé fullljóst hvenær Stewart hætti. John Stewart tilkynnti fyrir um tveimur mánuðum að hann ætlaði að hætta með þáttinn, eftir að hafa stýrt honum í sextán ár.

Noah er 31 árs gamall en hann hefur tekið þessum fregnum fagnandi. Í samtali við New York Times sagðist hann hafa átt erfitt með að trúa þessu og hefði langað að fá sér drykk. Verst var þó að hann er staddur í Dubai, þar sem erfitt getur verið að finna áfengi.

John Stewart er sömuleiðis ánægður og segist vera spenntur fyrir framtíð þáttarins með Trevor í broddi fylkingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×