Skoðun

Traustur og víðsýnn leiðtogi: Jón Atla sem rektor Háskóla Íslands

Guðmundur Þorgeirsson skrifar
Jón Atli Benediktsson sameinar í einni kennitölu frábæran vísindamann, víðsýnan skólamann og skólahugsuð sem ber hag hins íslenska háskólasamfélags mjög fyrir brjósti og að sjálfsögðu hag hverrar einustu deildar og hverrar einustu námsbrautar Háskóla Íslands. Hann er jafnframt víðsýnn og reyndur leiðtogi og rekstrarmaður og það er mikil þörf fyrir slíka hæfileika, því framundan er mikil uppbygging innan Háskólans sem þarf að tala fyrir á trúverðugan hátt. Loks er hann einfaldlega hamhleypa til verka. Ég tel að það sé mikil gæfa fyrir íslenska háskólasamfélagið að hann skuli vera fús í að ljá krafta sína í þetta verkefni að vera rektor Háskóla Íslands.




Skoðun

Sjá meira


×