Tíska og hönnun

Transgender-fyrirsæta er nýtt andlit Redken

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Brasilíska fyrirsætan Lea T, sem fæddist karlkyns sem Leandro, er að brjóta niður hvern múrinn á fætur öðrum í tískubransanum.

Lea hefur veitt hönnuðinum Riccardo Tisci hjá Givenchy mikinn innblástur en hún starfaði eitt sinn sem aðstoðarkona hans. Nú er hún búin að landa samningi við hárvöruframleiðandann Redken. 

Lea verður andlit Chromatics-línunnar hjá Redken en hún er fyrsta transgender-fyrirsætan til að landa svona stórum samningi hjá virtu snyrtivörufyrirtæki. 

Lea hefur verið stjarnan í ýmsum herferðum hjá Givenchy síðustu misseri og skemmst er frá því að minnast þegar hún kyssti ofurfyrirsætuna Kate Moss á forsíðu tímaritsins Love árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×