Erlent

Trans fólk fær að ganga í Bandaríkjaher

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir þetta skref í rétta átt.
Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir þetta skref í rétta átt. vísir/afp
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að aflétta banni við trans fólki í Bandaríkjaher. Herstöðvar fá eitt ár til þess að tileinka sér nýju reglurnar.

Þetta tilkynnti Ash Carter, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. Hann sagði þetta rétta ákvörðun fyrir alla aðila. Óheimilt sé að mismuna fólki eftir kyni og að framvegis verði gengið úr skugga um að það verði ekki gert. Herinn verði sterkari fyrir vikið.

Yfir 1,3 milljónir manna gegna störfum í hernum í dag. Þar af eru um 2.500 þeirra transkonur og –menn, en þau hafa þó ekki fengið að ganga í herinn sjálfan hingað til. Þau skilyrði hafa þó verið sett að fólkið hafi verið í kyni sínu í að minnsta kosti átján mánuði.

Reglur hersins hafa hingað til kveðið á um að reka megi fólk úr hernum fyrir það að vera trans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×