Innlent

Trampólín og gúmmíbátur á flugi

Aðalsteinn Kjartansson og Atli Ísleifsson skrifa
Ýmsir lausamunir hafa tekist á loft í óveðrinu.
Ýmsir lausamunir hafa tekist á loft í óveðrinu. Vísir / Kjartan Haraldsson / Lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að hætta að hoppa á trampólínum sínum og byrja að festa þau niður en stormur gengur nú yfir landið.

„Því miður virðast einhverjir eigendur trampolína ekki hafa fest þau nægjanlega vel niður þrátt fyrir stormviðvörun,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar. „Enn er tími og spáð leiðindaveðri næstu daga,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar sem hún merkir með #hættiðaðhoppaogbyrjiðaðfesta

Það eru þó ekki bara trampólín sem fjúka í óveðrinu heldur hinir ýmsu lausamunir. Fólk hefur verið duglegt að birta myndir af hlutum sem fokið hafa óvænt inn í garða sína í dag, þar á meðal mynd af gúmmíbát sem fauk inn á pall í Breiðholti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×