Lífið

Tracy Morgan í tilfinningaþrungnu viðtali: Horfir oft á slysið á YouTube

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tracy Morgan opnar sig í beinni.
Tracy Morgan opnar sig í beinni. vísir
„Bein gróa saman en að missa vin er sár sem grær aldrei,“ segir grínistinn Tracy Morgan í mjög svo tilfinningaþrungnu viðtali við Matt Lauer í þættinum Monday’s TODAY á NBC sjónvarpstöðinni.

Morgan lá lengi þungt haldinn á spítala eftir að hann lenti í sex bíla árekstri í New Jersey fyrir ári síðan. Hann var í dái í tvær vikur. Leikarinn er þekktur fyrir hlutverk sín í þáttunum 30 Rock og Saturday Night Live. James McNair, góðvinur Morgan, lést í slysinu.

Sjá einnig: Tracy Morgan í lífshættu eftir bílslys

Morgan hefur oft horft á myndbönd af slysinu á YouTube. „Ég varð að vita hvað gerðist fyrir vin minn, og sýna honum þá virðingu. Ég komst bara að því að hann hefði látist þegar ég vaknaði úr dáinu.“

Sjá einnig: Tracy Morgan enn þungt haldinn

Tracy Morgan slasaðist alvarlega í slysinu og mun jafnvel aldrei ná sér að fullu.

„Ég á mína góðu og slæmu daga. Stundum er ég með hausverk allan daginn, ég er með fullt af örum, fæ ítrekað blóðnasir.“

Morgan var farþegi limósíu þegar slysið átti sér stað. Auk límósíunar voru tveir stóri flutningabílar í árekstrinum, jeppi og tveir fólksbílar.

Í síðustu viku urðu sættir í máli Morgans gegn Walmart, en bílstjórinn sem ók flutningabílnum sem olli árekstrinum var á vegum Walmart.

„Málinu er lokið, en sársaukin fer aldrei,“ sagði þessi 46 ára grínisti sem hefur ekki komið fram síðan hann lenti í slysinu.

„Ég elska grín og mun aldrei hætta. Ég get ekki beðið eftir því að komast aftur á svið. Núna er markmiðið að ná heilsu, ég er ekki hundrað prósent núna. Ég fæ ykkur öll til að hlægja einn daginn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×