Enski boltinn

Townsend tryggði Englandi jafntefli í Tórínó

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andros Townsend fagnar markinu í Tórínó.
Andros Townsend fagnar markinu í Tórínó. vísir/getty
Ítalía og England skildu jöfn, 1-1, í vináttulandsleik í fótbolta sem fram fór á Juventus-vellinum í Tórínó í kvöld.

Graziano Pellé, leikmaður Southampton, skoraði mark Ítalíu á 29. mínútu, en þetta er annað landsliðsmark Pellé á ferlinum.

Andros Townsend, leikmaður Tottenham, jafnaði metin fyrir England með fallegu skoti á 79. mínútu og þar við sat, 1-1.

Wayne Rooney fékk nokkur góð færi í leiknum. Hann skaut í slána og Gianluigi Buffon varði svo frá honum úr dauðafæri seint í síðari hálfleik.

Roy Hodgson, stillti upp breyttu liði frá sigrinum á Litháen um helgina, en í byrjunarliðinu voru leikmenn á borð við Ryan Mason og Kieran Gibbs.

Harry Kane, framherji Tottenham, byrjaði í kvöld í fyrsta sinn en hann kom inn á í sínum fyrsta landsleik um helgina og skoraði eftir 79 sekúndur.

Byrjunarlið Englands: Joe Hart - Nathaniel Clyne, Phil Jagielka, Chris Smalling, Kieran Gibbs - Phil Jones, Jordan Henderson, Ryan Mason - Theo Walcott, Wayne Rooney, Harry Kane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×