Enski boltinn

Townsend: Martröð að vera ekki með á HM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andros Townsend fagnar markinu í kvöld.
Andros Townsend fagnar markinu í kvöld. vísir/getty
Andros Townsend, leikmaður Tottenham, skoraði gull af marki gegn Ítalíu í kvöld þegar England og Ítalía skildu jöfn, 1-1, í vináttulandsleik í Tórínó.

Graziano Pellé, leikmaður Southampton, kom Ítalíu yfir í fyrri hálfleik með öðru landsliðsmarki sínu en Townsend jafnaði metin þrettán mínútum fyrir leikslok.

„Ég er hæstánægður með þetta. Þetta var erfiður leikur og það var erfitt að komast í gegnum þá,“ sagði Townsend við BBC eftir leikinn.

„Það þurfti skot af 25 metra færi til að skora í dag. Eftir jöfnunarmarkið áttum við leikinn og við fengum tækifæri til að vinna. Þetta eru góð úrslit gegn góðu liði á þess heimavelli,“ segir Townsend sem missti af HM í fyrra vegna meiðsla.

„Það var martröð að vera ekki með á HM vegna meiðslanna. Þjálfarinn stóð þó með mér í gegnum erfiðu tímana og ég ég sýni hvað í mér býr þegar hann sýnir mér þetta traust,“ sagði Andros Townsend.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×