Fótbolti

Totti hetja Roma eftir að leikurinn var flautaður af stað á ný

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Allt er verðandi fertugum mönnum fært eins og Totti sýndi í dag.
Allt er verðandi fertugum mönnum fært eins og Totti sýndi í dag. Vísir/getty
Francesco Totti var hetja Rómarmanna í 3-2 sigri á Sampdoria í þriðju umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag en Totti sem kom inn sem varamaður lagði upp eitt og skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik.

Leikurinn var flautaður af tímabundið vegna rigningar í höfuðborg Ítalíu í stöðunni 2-1 fyrir Sampdoria en ákveðið var að láta á það reyna að spila seinni hálfleikinn síðar um daginn.

Totti kom inná sem varamaður í seinni hálfleik en þetta er 25. tímabil hans í efstu deild á Ítalíu og var hann ekki lengi að láta til sín taka.

Lagði hann upp jöfnunarmarkið fyrir Edin Dzeko á 61. mínútu leiksins og skoraði sigurmarkið á 93. mínútu af vítapunktinum en Roma er með sjö stig að þremur umferðum loknum.

Hefur hinn 39 árs gamli Totti nú skorað 23 tímabili í röð fyrir Roma eins og sjá má í færslu af Twitter-færslu Roma.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×