Enski boltinn

Tottenham spilar á Wembley á næsta tímabili

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harry Kane gengur niðurlútur af velli eftir tap Tottenham fyrir Chelsea á Wembley í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi.
Harry Kane gengur niðurlútur af velli eftir tap Tottenham fyrir Chelsea á Wembley í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi. vísir/getty
Tottenham mun spila alla heimaleiki sína á Wembley á næsta tímabili.

Bygging stendur nú yfir á nýjum heimavelli Tottenham sem mun leysa White Hart Lane af hólmi. Nýi völlurinn mun taka 61.000 manns í sæti.

Tottenham spilaði heimaleiki sína í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni á Wembley í vetur og árangurinn var ekki merkilegur.

Spurs vann aðeins einn af fjórum Evrópuleikjum sínum á Wembley og tapaði svo fyrir Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á sama velli um síðustu helgi.

Spurs hefur spilað á White Hart Lane síðan 1899, eða í 118 ár. Síðasti leikur liðsins á vellinum verður gegn Manchester United 14. maí næstkomandi.


Tengdar fréttir

Eriksen hetja Tottenham á Selhurst Park

Tottenham minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar niður í fjögur stig með 0-1 sigri á Crystal Palace á Selhurst Park í kvöld.

Tottenham á enn eftir að stíga stærstu skrefin

Tottenham er eitt mest spennandi lið Evrópu en heldur áfram að falla á stærstu prófunum. Liðið er í stöðugri framför en þarf að læra að sýna miskunnarleysi á ögurstundu.

Chelsea í úrslit enska bikarsins eftir ótrúlegan leik

Chelsea vann 4-2 sigur á nágrönnum sínum Tottenham í mögnuðum leik í undanúrslitum enska bikarsins en þrátt fyrir að vera undir í flestum tölfræðiþáttum náði Chelsea að stöðva sjóðheitt lið Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×