Enski boltinn

Tottenham leggur fram tilboð í framherja Leverkusen

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Son Heung-Min í leik með Bayer Leverkusen.
Son Heung-Min í leik með Bayer Leverkusen. Vísir/Getty
Tottenham virðist vera búið að gefast upp á að eltast við Saido Berahino, leikmann West Bromwich Albion, en félagið hóf viðræður við Bayer Leverkusen um landsliðsmann Suður-Kóreu, Son Heung-Min, í gær.

West Brom virðist ekki vera tilbúið að selja Berahino en Tottenham hefur lagt fram þrjú tilboð í enska framherjann án árangurs.

Heung-Min var ekki í leikmannahóp í leik Leverkusen gegn Lazio í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær en Rudi Völler, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, staðfesti að hann væri í London þrátt fyrir að félögin hefðu ekki komist að samkomulagi.

Talið er að Tottenham þurfi að greiða 30 milljónir evra fyrir Suður-kóreska landsliðsmanninn sem hefur verið á mála hjá Leverkusen í tvö ár. Hefur hann leikið 87 leiki í öllum keppnum í treyju Leverkusen og skorað í þeim 29 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×