Enski boltinn

Tottenham hafnaði tilboði í Townsend

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Samkvæmt heimildum SkySports hafnaði Tottenham tilboði upp á 10 milljónir punda frá Southampton í enska kantmanninn Andros Townsend í gærkvöld.

Townsend sem er 23 árs gamall hefur verið á mála hjá Tottenham allt frá 9 ára aldri en hann fékk loksins tækifæri með liðinu á síðasta tímabili eftir að hafa eytt nokkrum árum á láni hjá neðrideildarliðum.

Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Southampton, er að byggja upp nýtt lið eftir að lykilleikmenn liðsins yfirgáfu liðið í sumar.  

Townsend byrjaði á varamannabekknum um helgina en hann kom inná í seinni hálfleik og var þokkalega sprækur í leiknum en hann mun keppast við Aaron Lennon, Erik Lamela, Nacer Chadli og Christian Eriksen um sæti í byrjunarliði Tottenham á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×