Innlent

Töpuðum vinnudögum fækkar milli ára

Sæunn Gísladóttir skrifar
Tapaðir vinnudagar í janúar 2016 voru 4,6 prósent, samanborið við 4,9 prósent í janúar 2016.
Tapaðir vinnudagar í janúar 2016 voru 4,6 prósent, samanborið við 4,9 prósent í janúar 2016. nordicphotos/getty
Töpuðum vinnudögum hjá starfsmönnum fyrirtækja landsins í janúar fækkaði milli ára. Tölur frá Heilsuvernd benda til þess að færri hafi verið heima vegna hins árlega inflúensufaralds í byrjun árs.

Samkvæmt upplýsingum frá Heilsuvernd, sem ná til tæplega 11 þúsund starfsmanna hjá um sjötíu fyrirtækjum, voru tapaðir vinnudagar í janúar 2016 4,6 prósent, samanborið við 4,9 prósent árið 2015.

Meðalfjöldi fjarvista á starfsmann var 0,3 árið 2016, samanborið við 0,4 árið 2015. Meðalfjöldi fjarvistadaga á starfsmann var sá sami bæði árin eða einn.

Þróunin er áhugaverð þar sem veikindafjarvistir eiga það til að hafa fylgni við efnahagssveifluna. Fólk leyfir sér frekar að vera veikt heima þegar það er ekki atvinnuleysi. Hins vegar var atvinnuleysi lægra í desember 2015 en í desember 2014, eða 2,8 prósent samanborið við 3,4 prósent. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×