Handbolti

Töpuðu handboltaleik 79-0

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þær japönsku höfðu 79 ástæður til að fagna í dag.
Þær japönsku höfðu 79 ástæður til að fagna í dag. Vísir/Getty
Ótrúlegur handboltaleikur fór fram á Asíuleikunum í dag. Kvennalið Japans skoraði næstum því eitt mark á mínútu í 79-0 sigri á Maldíveyjum.

Staðan í hálfleik var 40-0 en þess má geta að Nahidha Ahmed, markvörður Maldíveyja, varði ekki eitt einasta skot i leiknum. Þrír leikmenn Japans skoruðu meira en tíu mörk og ellefu af fjórtán útileikmönnum nýttu öll skotin sín í leiknum.

„Líkamlegt ástand leikmanna okkar er almennt slæmt. Það eru meiðsli í hópnum - 40 prósent leikmanna okkar eru meiddir,“ sagði Abdulla Saleem, þjálfari liðsins.

„Það er margt sem þarf að laga í landsliðinu okkar. Við munum svo reyna okkar besta á morgun,“ bætti hann við.

Þess má svo geta að kvennaknattspyrnulið Maldíveyja tapaði 15-0 fyrir Indlandi, 10-0 fyrir Tælandi og 13-0 fyrir Suður-Kóreu á leikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×