Handbolti

Toppliðin unnu sína leiki auðveldlega

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vera Lopes hjá ÍBV.
Vera Lopes hjá ÍBV. Vísir/Valli
Þremur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag en þar ber helst að nefna góðan sigur Hauka á HK, 29-24.

Staðan var 11-8 fyrir HK í hálfleik en Haukakonur komu sterkari til leiks í þeim síðari. Þórhildur Braga Þórðardóttir gerði níu mörk fyrir HK en Ramune Petarskyte var með sjö fyrir Hauka. Leikurinn fór fram í Digranesinu í Kópavogi.

Grótta slátraði Afturelding, 36-17, og var sá leikur aldrei spennandi. Sunna María Einarsdóttir gerði níu mörk fyrir Gróttu í dag og Anna Katrín Stefánsdóttir átta.

Hekla Ingunn Daðadóttir var með sex fyrir Aftureldingu. Þá vann ÍBV öruggan sigur á Fjölni 38-23. Grótta er í efsta sæti deildarinnar með 23 stig einu stigi meira en ÍBV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×