Íslenski boltinn

Toppliðin unnu bæði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson, þjálfarar Leiknis.
Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson, þjálfarar Leiknis. Vísir/Valli
Leiknir vann í kvöld sinn þriðja sigur í röð í 1. deild karla er liðið lagði HK að velli í mikilvægum leik, 3-2.

Leiknir náði forystunni með marki Matthew Horth á átjándu mínútu en Árni Arnarson og Guðmundur Atli Steinþórsson komu HK yfir, 2-1.

Sindri Björnsson jafnaði hins vegar metin fyrir Leikni á 50. mínútu og Ólafur H. Kristjánsson skoraði sigurmark Breiðhyltinga rúmum stundarfjórðungi fyrir leikslok.

HK er í þriðja sæti deildarinnar með sautján stig en hefði jafnað Leikni að stigum með sigri í kvöld. Leiknir er með 23 stig á toppnum.

ÍA kemur svo í öðru sæti með 21 stig en Skagamenn unnu Hauka í kvöld, 3-1, og komust þar með aftur á sigurbraut eftir óvænt tap gegn nýliðum KV í síðustu umferð.

Arnar Már Guðjónsson skoraði tvívegis fyrir ÍA í kvöld og Ingimar Elí Hlynsson eitt. Brynjar Benediktsson skoraði mark Hauka í leiknum en Hafnfirðingar eru í sjötta sæti deildarinnar með fjórtán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×