Handbolti

Töp hjá Íslendingaliðunum | Álaborg deildarmeistari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vignir Svavarsson.
Vignir Svavarsson. vísir/daníel
Íslendingaliðin Århus og Team Tvis Holstebro urðu að játa sig sigraða í mikilvægum leikjum í danska handboltanum í kvöld.

Århus tapaði á útivelli, 25-21, gegn Mors-Thy. Sigvaldi Guðjónsson skoraði fimm mörk fyrir Århus og Ómar Ingi Magnússon tvö. Róbert Gunnarsson komst ekki á blað.

Århus er í níunda sæti en Mors-Thy þar fyrir ofan og því vont fyrir Århus að vinna ekki þennan leik upp á vonina um að komast í úrslitakeppnina.

Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Team Tvis Holstebro sem tapaði einnig á útivelli, 27-22, gegn Skjern þar sem Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað.

Holstebro í þriðja sæti deildarinnar en aðeins stigi á undan Skjern eftir leik kvöldsins.

Þessi úrslit þýða líka að ekkert lið getur náð liði Arons Kristjánssonar, Álaborg, á toppi deildarinnar og Álaborg er því deildarmeistari. Aron gerði Kolding einnig að deildarmeisturum á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×