LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR NÝJAST 07:00

Kom ríkissaksóknara ekki á óvart

FRÉTTIR

Tony Parker gćti misst af ÓL vegna óléttu konunnar

 
Körfubolti
22:30 02. FEBRÚAR 2016
Tony Parker fékk brons á síđasta Evrópumótinu.
Tony Parker fékk brons á síđasta Evrópumótinu. VÍSIR/GETTY

Tony Parker, leikstjórnandi NBA-liðsins San Antonio Spurs og franska landsliðsins í körfubolta, missir hugsanlega af Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu í haust.

Ástæðan er að eiginkona hans á von á barni í lok júlímánaðar og Parker hefur ekki enn ákveðið hvað hann muni gera. Tony Parker talaði um klípu sína í viðtali við frönsku útvarpsstöðina RMC.

Franska landsliðið tekur þátt í undankeppni ÓL 4. til 10. júlí og takist þeim að tryggja sér farseðilinn á leikana mun franska liðið keppa í Ríó frá 6. til 21. ágúst.

Eiginkona Tony Parker, franski blaðamaðurinn Axelle Francine, er sett í endaðan júlí en þetta er þeirra annað barn. Axelle fæddi soninn Josh Parker í apríl 2014.

„Þetta eru stórar fréttir. Ég mun þurfa að tala við franska landsliðið og ég þarf líka að semja við konuna. Það gæti orðið afar, afar erfitt að ná endum saman," sagði Parker í útvarpsviðtalinu en ESPN segir frá.

Jean-Pierre Siutat, forseti franska körfuboltasambandsins frétti fyrst af stöðu Parker þegar hann heyrði hann segja frá óléttu konunnar í útvarpsviðtalinu.

Tony Parker var með franska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London þar sem liðið endaði í sjötta sæti. Hann var með 15,7 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali.

Tony Parker hefur unnið fern verðlaun með franska landsliðinu á stórmótum. gull á EM 2013, silfur á EM 2011 og brons á EM 2005 og EM 2015.Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Tony Parker gćti misst af ÓL vegna óléttu konunnar
Fara efst