Tónlist

Tónleikaferð framundan

Ólöf Arnalds hefur í nógu að snúast á næsta ári.
Ólöf Arnalds hefur í nógu að snúast á næsta ári. Vísir/Stefán
Tónlistarkonan Ólöf Arnalds fer í stóra tónleikaferð um Evrópu og Norður-Ameríku á næsta ári til að kynna plötu sína Palme.

Ferðin hefst á tónlistarhátíð í Sviss 7. febrúar og síðustu tónleikarnir sem hafa verið bókaðir eru í Los Angeles 29. apríl. Sænski tónlistarmaðurinn José González verður með henni í för meirihluta ferðalagsins, eða frá byrjun mars þegar þau spila í Berlín.

González hefur nokkrum sinnum komið til Íslands og haldið tónleika. Á ferðalaginu með Ólöfu mun hann fylgja eftir sinni þriðju plötu, Vestiges & Claws, sem kemur út í febrúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×