Skoðun

Tómstundastarf fatlaðra ungmenna

Finnur Jónsson skrifar
Við getum öll verið sammála um það að tómstundir eru mikilvægar í lífi allra. Hjá

börnum og unglingum er tómstundastarf sá vettvangur þar sem þau læra margt

gagnlegt sem þau læra ekki í skólabókum. Tómstundastarf hefur einnig mikið

forvarnagildi, stuðlar að bættri heilsu og er talað um að það hafi mikilvægt

uppeldisgildi í samfélögum eins og þau eru í dag.

Ungmenni með fötlun eru engin undantekning þegar kemur að mikilvægi tómstundastarfs. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ungmenni með fötlun stunda síður skipulagt tómstundastarf og eru mun háðari fjölskyldum sínum en aðrir. En hvað er það sem hindrar að þau taki þátt? Aðgengi getur verið hluti af því, umræðan um ferðaþjónustu fatlaðra getur haft áhrif og framboð – hvað er í boði?

Samkvæmt Barnasáttmálanum er það réttur barna og ungmenna að fá tækifæri til að stunda hvaða skipulagða tómstundastarf sem er í boði. Þrátt fyrir það er margt sem  bendir til þess að möguleikar fatlaðra ungmenna til tómstundaiðkunar eru mun minni en annarra. Það sem gæti stuðlað að því er að það vantar fleira fagfólk í störf hjá bæjarfélögum, íþrótta- og tómstundafélögum.

Regluleg og líkamleg hreyfing getur haft góð áhrif á fatlaða sem hóp og getur það  hjálpað til við bætta líðan og aukið félagslegan þroska. Það hefur einnig sannað sig  að fötluð ungmenni hafa eignast fleiri vini í skipulögðu íþrótta- eða tómstundastarfi, fatlaða og ófatlaða. Ungmenni sem ekki eru með fötlun geta lært margt af umgengni við fatlaða, að það eru ekki allir eins og að það er í lagi að eiga öðruvísi vini.

Umburðalyndi þeirra eykst og fordómar minnka. Þrátt fyrir að árið 2015 er gengið í garð eru enn miklir fordómar í garð fatlaðra og það þurfum við sem samfélag að bæta.

Að lokum vil ég minna aftur á að heilbrigt tómstundastarf getur bætt líðan hjá einstaklingum, byggt upp hamingjusama einstaklinga og að öll eigum við rétt á að  stunda það. 




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×