Erlent

Tölvuþrjótar láku kortaupplýsingum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Meðlimir Anonymous hafa löngum einkennt sig með Guy Fawkes grímum.
Meðlimir Anonymous hafa löngum einkennt sig með Guy Fawkes grímum. vísir/afp
Tölvuþrjótar tengdir Anonymous samtökunum láku á öðrum degi jóla notandaupplýsingum 13.000 notenda Amazon, PlayStation, XBox, Hulu, Walmart og fleiri fyrirtækja. Þeir höfðu komist yfir upplýsingarnar með krókaleiðum.



Meðal þess sem var lekið má nefna númer, öryggiskóða og gildistíma greiðslukorta notendanna. Auk þess að leka upplýsingum um notendur áðurnefnda fyrirtækja fylgdu upplýsingar um notendur fjölda klámsíðna.

Til að klára málið láku þrjótarnir kvikmyndinni The Interview og hafa yfir 750.000 manns náð í myndina. Kvikmyndafyrirtækið Sony hafði ætlað að sleppa því að setja myndina í sýningu og hótuðu samtökin því að myndin færi þá í dreifingu á netinu. Hún hefur nú endað þar þrátt fyrir að myndin hafi verið sett í fáein kvikmyndahús í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×