Erlent

Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi bandaríska skattsins

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
John Koskinen ríkisskattstjóri varaði  við því í yfirheyrslu hjá þingnefnd að tölvukerfi stofnunarinnar væri úrelt.
John Koskinen ríkisskattstjóri varaði við því í yfirheyrslu hjá þingnefnd að tölvukerfi stofnunarinnar væri úrelt. Vísir/AFP
Tölvuþrjótar brutustu inn í tölvukerfi bandaríska ríkisskattstjórans. Þeir stálu skattframtölum eitt hundrað þúsund heimila og reyndu að ná í annað eins. Samkvæmt embættinu stóð þjófnaðurinn yfir frá því í febrúar og fram í miðjan maí.

Um tvö hundruð þúsund tilraunir voru gerðar til að komast inn á notendasvæði á vefsíðu skattsins á tímabilinu en rúmlega eitt hundrað þúsund tilraunir þrjótanna heppnuðust.

Fyrr á árinu varaði John Koskinen ríkisskattstjóri við því í yfirheyrslu hjá þingnefnd að tölvukerfi stofnunarinnar væri úrelt; sum kerfin væru frá tímum þegar John F. Kennedy var forseti. Sagði hann þó að kerfið væri svo gamalt að nútíma tölvuþrjótar ættu stundum erfitt með að átta sig á því hvernig það virkaði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×