Erlent

Tölvuárás gerð á New York Times

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Bandaríska alríkislögreglan rannsakar nú hvort rússneskir tölvuþrjótar eigi sök á nokkrum árásum á vefþjóna fjölmiðilsins New York Times. Talið er að þeir hafi beint spjótum sínum að einstökum blaðamönnum, en rannsakendur segjast ekki vita til þess að skemmdir hafi verið unnar á tölvukerfi fjölmiðilsins, en verið er að skoða hvaða áhrif árásirnar hafa haft á starfsfólk.

Tölvuþrjótarnir eru sagðir ítrekað hafa hakkað sig inn í tölvukerfið á undanförnum mánuðum.

Grunur leikur á að um sé að ræða sömu hakkara og réðust á vefþjóna forsetaframboðs Hillary Clinton og fleiri stofnana Demókrataflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×