Innlent

Töluvert um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Maðurinn er grunaður um ránið og mun gista fangageymslu í kvöld.
Maðurinn er grunaður um ránið og mun gista fangageymslu í kvöld. Vísir/Pjetur
Töluverður erill var hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu í nótt. Mest var um umferðarlagabrot en alls stöðvaði lögreglan sex bifreiðar þar sem ökumaður var grunaður um að ölvun við akstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna. Fjórir óku án ökuréttinda.

Þá var umferðaróhapp á Geirsgötu þar sem  tjónvaldur er grunaður um  ölvun var akstur og var vistaður í fangageymslu við rannsókn málsins.

Þá var maður handtekinn á Stórhöfða grunaður um að hafa valdið tjóni á bifreið. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×