Innlent

Töluvert um ölvun og stúta

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/kolbeinn Tumi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt vegna ölvunar. Minnst sex ökumenn voru grunaðir um ölvun við akstur og hafa þurfti afskipti af þó nokkrum einstaklingum sem voru ofurölvi.

Skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt var tilkynnt um mann í tökum dyravarða í miðbænum. Sá var ofurölvi og án skilríkja og gat hann ekki gert grein fyrir sér. Því var hann vistaður í fangageymslu þar hægt væri að ræða við hann. Þetta kemur fram í dagbók LRH.

Maður var handtekinn eftir að tilkynnt var um innbrot og þjófnað í Breiðholti.

Leigubílstjóri kom í lögreglustöðina við Hverfisgötu með farþega sem gat ekki borgað fyrir ferðina og ætlaði bílstjórinn að leggja fram kæru.

Lögreglan þurfti að hafa afskipti af manni sem var með vandræði inn á skemmtistað í Mosfellsbæ, en sá hafði skemmt hurð og eitthvað fleira þegar lögregluþjóna bar að garði. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

þá var tilkynnt um ofurölvi kvenmann við skemmtistað í Grafarvogi. Hún var ekki með húslykla og þurfti að gista hjá lögreglu þar til af henni rynni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×