Innlent

Töluverðar skemmdir í eldsvoða á Smiðjuvegi 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Töluverðar skemmdir urðu í verslunarhúsnæði við Smiðjuveg 2 í Kópavogi eftir að eldur kviknaði þar í nótt. Slökkvistarf gekk þó greiðlega samkvæmt upplýsingum slökkviliðs en allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út auk þess sem kallað var til auka mannskapar.

Slökkviliðsmenn urðu að brjóta sér leið inn í húsið og var töluverður viðbúnaður á svæðinu. Nokkrar verslanir eru í kjarnanum og má þar meðal annars nefna Bónus, Apótekarann og Rúmgott. Átta manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna eldsins en engan sakaði og var Rauði krossinn á staðnum til að sinna íbúunum.

Slökkvilið var að störfum á svæðinu til klukkan sex í morgun en eiginlegum slökkvistörfum lauk klukkutíma áður og tók slökkvistarf því um þrjá tíma. Eldurinn reyndist vera í þaki eða millilofti í tveimur verslunum í húsnæðinu og barst reykur inn í fleiri verslanir og því ljóst að töluverðar skemmdir er um að ræða.

Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Vísir/Jóhann K. Jóhannsson

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×