Innlent

Töluverð mengun á Höfn og í Skaftafelli

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/egill
Mengunarmælar sýnda að styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) er 1.800 míkrógrömm á rúmmetra á Höfn í Hornafirði og í Skaftafelli. Búast má við því að svipuð eða hærri gildi séu á svæðinu þar á milli.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Hæsta gildi SO2 sem mælst hefur síðan í morgun er 2.200 míkrógrömm á rúmmetra í Suðursveit og á Mýrum.

Fólk með undirliggjandi öndunarfæra sjúkdóma er hvatt til þess að hafa sérstakar gætur á líðan sinni og hafa strax samband við lækni ef það finnur fyrir óþægindum.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má gera ráð fyrir mikilli mengun á svæðinu næsta sólarhringinn.


Tengdar fréttir

Sextíu skjálftar við Bárðarbungu

Rúmlega sextíu jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn en þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×