Erlent

Tölt íslenska hestsins rakið til Jórvíkur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Íslenskir hestar í íslenskum haga.
Íslenskir hestar í íslenskum haga. Vísir/GVA.
Töltið, eitt einkennismerkja íslenska hestsins, á rætur að rekja til Jórvíkur um miðja níundu öld. Þetta er niðurstaða nýrrar fjölþjóðlegrar rannsóknar sem sagt er frá á vef BBC. Tveir íslenskir meðhöfundar eru að greininni.

Árið 2012 var birt grein þar sem rannsakendur könnuðu gen íslenska hestsins. Niðurstaða hennar var að stök stökkbreyting í stöku geni varð til þess að íslenski hesturinn getur tölt. Í rannsókninni nú könnuðu vísindamenn erfðaefni níutíu hesta. Sumir þeirra voru uppi árþúsundum fyrir Krist.

Fyrstu ummerki gensins, sem gerir íslenska hestinum kleift að tölta, fundust í leifum hesta sem voru uppi í Jórvík á árunum 850-900 eftir krist.

„Það er ólíklegt að þessi eiginleiki hafi verið til staðar áður, í það minnsta hefur hann verið sjaldgæfur, þar sem töltið er mikill kostur í hestum,“ segir Dr. Arna Ludwig einn höfunda greinarinnar.

Kenning höfunda er sú að víkingar hafi numið hesta á brott frá Jórvík til Íslands. Fá hross hafi verið hér á landi og því hafi verið auðveldara að halda geninu og eiginleikanum hér á landi en í löndum þar sem stofnstærð er meiri.

„Það er eins og víkingarnir hafi áttað sig á þessum eiginleika og nýtt hann til fulls,“ segir Ludwig.


Tengdar fréttir

Hrossasala til útlanda hefur ekki verið meiri í fimm ár

Alls voru 1.360 hross seld utan á síðasta ári. Landsmót dregur þúsundir útlendinga til landsins. Fimmt­ungur þeirra sem eiga miða er útlendingar. „Betur má ef duga skal,“ segir ábyrgðarmaður hrossaræktar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×