Innlent

Tollverðir stöðvuðu fimmtán burðardýr á síðasta ári

atli ísleifsson skrifar
Langmest var um kókaín eða samtals rúmlega 6,5 kíló. Mesta magn sem einn aðili hafði innvortis var tæpt kíló.
Langmest var um kókaín eða samtals rúmlega 6,5 kíló. Mesta magn sem einn aðili hafði innvortis var tæpt kíló. Vísir/Anton
Tollverðir á Keflavíkurflugvelli stöðvuðu alls fimmtán burðardýr fíkniefna á árinu 2016.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá tollstjóraembættinu og segir að lögreglan á Suðurnesjum hafi haft með höndum rannsóknir málanna og sé flestum þeirra lokið en aðrar á lokastigi.

„Langmest var um kókaín eða samtals rúmlega 6,5 kíló. Mesta magn sem einn aðili hafði innvortis var tæpt kíló.

Þá var haldlagt umtalsvert magn af hassi eða rúm 5,4 kíló samtals. Það fannst í farangri einstaklinga sem ætluðu að smygla því yfir til Grænlands.

Loks voru haldlögð tæp 240 grömm af e-dufti og 13 grömm af metamfetamíni,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×