Erlent

Tollur á innfluttar vörur frá Mexíkó greiði fyrir vegginn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hluti landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna er þegar girtur af.
Hluti landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna er þegar girtur af. Vísir/AFP
Donald Trump forseti Bandaríkjanna mun leggja til að tuttugu prósent tollur á innfluttar vörur frá Mexíkó til Bandaríkjanna muni greiða fyrir umdeildan vegg á landamærum ríkjanna. BBC greinir frá.

Tillagan var tilkynnt í kvöld, skömmu eftir að forseti Mexíkó tilkynnti að hann væri hættur við fyrirhugaða heimsókn sína til Bandaríkjanna í næstu viku.

Landamæraveggurinn var eitt helsta kosningaloforð Donald Trump og hélt hann því alltaf fram að Mexíkóar, ekki Bandaríkjamenn, myndu greiða fyrir vegginn. Yfirvöld í Mexíkó hafa þvertekið fyrir allar slíkar áætlanir.

Trump virðist þó ætla að halda ótrauður áfram en í gær skrifaði hann undir tilskipun sem krefst þess af öryggismálaráðuneytinu að byggja umræddann vegg á landamærunum.


Tengdar fréttir

Trump skipar fyrir um nýjan landamæravegg

Donald Trump boðar aðgerðir í innflytjendamálum hið snarasta. Reisa á vegg og innflutningi fólks frá sjö múslimaríkjum verða settar skorður. Samstarfsfólk segir stefnu Trumps skýra hátt gengi Dow Jones-vísitölunnar undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×