Innlent

Tolli íhugar að fara á lista Pírata

Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa
Tolli Morthens var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttir í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér

Í viðtalinu lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi undanfarið eftir að hann greindist með krabbamein í blöðru. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi og fá tækifæri til að njóta lífsins. Í viðtalinu ræddi hann um ástandið á Landspítalanum, fjölskylduna sína, hugleiðslu sem hann stundar af miklum móð, fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma og pólítík.

En hefur Tolli íhugað að bjóða sig fram?

Það getur vel verið að ég væri til í að styðja Pírata með því að fara einhvers staðar á lista þar sem væri öruggt að ég kæmist ekki inn. En ég myndi sýna þeim stuðning. Það hættulega við það er að sama hvar þú færir á lista, hugsanlega færir þú inn," segir Tolli og hlær.

 

„Ég er ekki alveg til í það en er tilbúinn að styðja þá, tilbúinn að taka þátt í umræðunni og leggja mitt af mörkum til þess að þessi hreyfing geti orðið farsæl. Ég hef trú á henni."

Hann segir Pírata breyta umræðunni á þingi. „Þannig að manneskjan er í fyrirrúmi og ófullkomleiki manneskjunnar er í fyrirrúmi. Þeir eru ekki að reyna vera fullkomnir, þeir gangast við því að vera ófullkomnir og breyskir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×