Innlent

Tollar helmingur af verði innflutts alifuglakjöti

ingvar haraldsson skrifar
Þessi hænsn eru íslensk og því bera þau ekki toll hér á landi.
Þessi hænsn eru íslensk og því bera þau ekki toll hér á landi. vísir/haraldur
Tollar eru helmingur af verði á innfluttu alifuglakjöti og milli 40 og 26 prósent af verði á annarri innfluttri kjötvöru. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps um tollamál á sviði landbúnaðar.

Þá bendir Félag atvinnurekenda á að stjórnvöld geti aukið innflutning á landbúnaðarafurðum á lægri tollum verulega samkvæmt samningnum um Alþjóðaviðskiptastofnunina án viðræðna við önnur ríki. Til að mynda er heimilt að hækka tollkvóta á alifuglakjöti úr 59 tonnum í 412 tonn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×