Enski boltinn

Tölfræðin sýnir að þetta eru mjög góðar fréttir fyrir Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jürgen Klopp getur verið ánægður með Joel Matip.
Jürgen Klopp getur verið ánægður með Joel Matip. Vísir/Getty
Varnarmaðurinn Joel Matip er búinn að ná sér af meiðslunum og verður að öllum líkindum með Liverpool-liðinu á móti West Ham á Anfield á sunnudaginn kemur.

Liverpool fékk á sig fjögur mörk í tapi á móti Bournemouth um síðustu helgi og missti þá niður tveggja marka forystu eftir að hafa komist í bæði 2-0 og 3-1.

Liverpool hefur aðeins einu sinni fengið á sig meira en eitt mark í þeim leikjum sem Joel Matip hefur spilað með liðinu og Liverpool hefur enn ekki tapað leik þegar hann er í byrjunarliðinu.

Joel Matip var ekki með í síðasta leik vegna ökklameiðsla en Liverpool keypti þennan 25 ára gamla miðvörð frá Schalke í sumar.  Þetta voru ein bestu kaup Jürgen Klopp síðan að hann settist í stjórastólinn hjá Liverpool.

Tölfræðin sýnir það svart á hvítu að það eru mjög góðar fréttir fyrir Liverpool að Joel Matip sé leikfær á nýjan leik. Sky Sports tók tölurnar saman en þær koma svo sannarlega vel út fyrir Kamerúnmanninn.

Liverpool hefur fengið 2,45 stig að meðaltali í þeim 11 leikjum sem Joel Matip hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en aðeins 1,00 stig að meðaltali í þremur leikjum án hans.

Liverpool-liðið hefur jafnframt aðeins fengið á sig 9 mörk í þeim 11 leikjum sem Matip hefur spilað (0,82 í leik) en mótherjar hafa skorað 9 sinnum hjá Liverpool í þeim þremur leikjum sem Matip hefur verið fjarverandi (3,00 í leik).





Vísir/Getty
 

Liverpool með Joel Matip í ensku úrvalsdeildinni 2016-17:

8 sigrar og 3 jafntefli í 11 leikjum

9 mörk fengin á sig eða 0,82 í leik

Liverpool án Joel Matip í ensku úrvalsdeildinni 2016-17:

1 sigur og 2 töp í 2 leikjum

9 mörk fengin á sig eða 3,00 í leik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×