Körfubolti

Tölfræði Íslands í undankeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku strákarnir höfðu ástæðu til að fagna í gærkvöldi.
Íslensku strákarnir höfðu ástæðu til að fagna í gærkvöldi. Vísir/Anton
Eftir úrslit gærdagsins er ljóst að Ísland verður á meðal þátttökuþjóða á EM 2015. Tveir sigrar á Bretlandi dugðu til að tryggja liðinu farseðilinn á EM, en þetta er í fyrsta sinn sem Ísland kemst í lokakeppni stórmóts í körfubolta.

Sé litið á helstu tölfræðiþætti liðanna í undankeppninni kemur ýmislegt í ljós. Ísland skoraði 71,5 stig að meðaltali í leikjunum fjórum í undankeppninni, en aðeins átta lið skoruðu færri stig. Pólland var stigahæsta liðið í undankeppninni, með 90 að meðaltali í leik. Þjóðverjar komu næstir (89,2), svo Ísrael (81,2), Lettland (81) og Rúmenía (78,5).

Höðru Axel Vilhjálmsson spilaði vel í undankeppninni.Vísir/Anton
Ísland fékk hins vegar aðeins á sig 72,3 stig og er í 12. sæti (af 26 liðum) í þeim tölfræðiþætti. Holland fékk á sig fæst stig, eða einungis 62,3 að meðaltali í leik. Ísland er sömuleiðis í 12. sæti yfir flest fráköst að meðaltali í leik (36,3), en Bosníumenn tóku flest fráköst allra liða, eða 42,5 að meðaltali í leik.

Skotnýting Íslands var 39,1%, en aðeins Sviss, Danmörk og Portúgal hittu verr en íslenska liðið. Ísland situr einnig í 23. sæti yfir bestu tveggja stiga nýtinguna, en íslenska liðið var hins vegar í 8. sæti yfir bestu þriggja stiga nýtinguna (35,4%).

Mótherjar Íslands hittu úr 42,7% skota sinna gegn liðinu, en Ísland situr í 12. sæti í þeim tölfræðiþætti. Íslenska liðið passaði afar vel upp á boltann í undankeppninni, en aðeins Ítalía (10) tapaði færri boltum að meðaltali í leik en Ísland (10,3).

Jón Arnór Stefánsson var magnaður í fyrsta leikhluta í gær.Vísir/Anton
Hér að neðan má svo sjá efstu menn í nokkrum tölfræðiþáttum hjá íslenska liðinu. Athugið að aðeins leikmenn sem spiluðu tvo leiki eða fleiri komast inn á listann.

Flest stig (að meðaltali í leik):

1. Jón Arnór Stefánsson - 22 stig

2. Hörður Axel Vilhjálmsson - 12,3 stig

3. Logi Gunnarsson - 11,5 stig

4. Haukur Helgi Pálsson - 10,5 stig

5. Martin Hermannsson - 9,5 stig

Flest fráköst:

1. Hlynur Bæringsson - 8,5

2. Pavel Ermolinskij - 6,3

3. Haukur Helgi Pálsson - 6,0

Flestar stoðsendingar:

1. Pavel Ermolinskij - 6,3 stoðsendingar

2. Hörður Axel Vilhjálmsson - 3,0 stoðsendingar

3. Jón Arnór Stefánsson - 2,0 stoðsendingar

Haukur Helgi Pálsson nýtti skotin sín inni í teig vel.Vísir/Anton
Flestir stolnir boltar:

1. Pavel Ermolinskij - 1,7 stolnir

2. Haukur Helgi Pálsson - 1,3 stolnir

3. Hörður Axel Vilhjálmsson - 0,8 stolnir

Flest varin skot:

1. Pavel Ermolinskij - 1,3 varin

2. Logi Gunnarsson - 0,8 varin

3.-5. Haukur Helgi Pálsson - 0,5 varin

3.-5. Hlynur Bæringsson - 0,5 varin

3.-5. Elvar Már Friðriksson - 0,5 varin

Besta skotnýting:

1. Ragnar Nathanaelsson - 66,7%

2. Haukur Helgi Pálsson - 48,5%

3. Martin Hermannsson - 44,8%

Pavel Ermolinskij var duglegur að mata samherja sína.Vísir/Anton
Besta skotnýting (tveggja stiga skot):

1. Ragnar Nathanaelsson - 66,7%

2. Martin Hermannsson - 54,2%

3. Haukur Helgi Pálsson - 52,2%

Besta skotnýting (þriggja stiga skot):

1. Axel Kárason - 66,7%

2. Helgi Már Magnússon - 50%

3. Jón Arnór Stefánsson - 42,9%

Flestar villur fengnar á sig:

1. Pavel Ermolinskij - 3,7 villur

2. Haukur Helgi Pálsson - 3,3 villur

3. Hörður Axel Vilhjálmsson - 3,0 villur

Flestar fiskaðar villur á mótherja:

1. Jón Arnór Stefánsson - 5,5 villur

2. Hlynur Bæringsson - 3,5 villur

3. Pavel Ermolinskij - 3,3 villur


Tengdar fréttir

Ragnar: Spennandi að sjá hvort það verða jafnmikil læti hérna og í Bosníu

Ragnar Ágúst Nathanaelsson gæti fengið stærra hlutverk en oft áður þegar Íslenska körfuboltalandsliðið spilar einn sinn mikilvægasta leik frá upphafi í kvöld. Bosníumenn koma þá í heimsókn í Laugardalshöll í lokaleik liðanna í undankeppni EM og íslenska liðið á möguleika á því að tryggja sér sæti á EM.

Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti

"Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2.

Vonar að adrenalínið gleypi sársaukann

Íslenska körfuboltalandsliðið spilar í fyrsta sinn fyrir fullri Laugardalshöll í kvöld og í boði er sæti á EM. "Við erum því miður ekki öryggir áfram en erum mjög nálægt þessu,“ segir Hlynur Bæringsson sem ætlar að spila þrátt fyrir ökklameiðsli. "Hann er

Craig: Sérstaklega ánægður fyrir hönd strákanna

Craig Pedersen þjálfari íslenska landsliðsins í körfubolta var gríðarlega stoltur af lærisveinum sínum eftir naumt tap gegn Bosníu í kvöld. Þrátt fyrir tapið er Ísland á leiðinni á EM í fyrsta sinn

Hlynur: Raggi getur margt sem ég get ekki

Íslenska körfuboltalandsliðið spilar einn sinn mikilvægasta leik í kvöld þegar Bosníumenn koma í heimsókn í Laugardalshöll í lokaleik liðanna í undankeppni EM.

Þessar þjóðir verða með Íslandi á EM

Ísland verður meðal 24 þjóða sem keppa á Evrópumótinu í körfubolta á næsta ári en íslenska liðið verður meðal þátttakenda í fyrsta sinn.

Pedersen er sannkallaður endurkomumeistari

Craig Pedersen, þjálfari körfuboltalandsliðsins, er vanur því að lið hans komi til baka. Það gerðist með ótrúlegum hætti í úrslitum danska bikarsins í fyrra og hefur gerst í öllum þremur leikjum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×