Körfubolti

Tólf spor saumuð í hendi Justins | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Justin Shouse hleypur hér alblóðugur af velli.
Justin Shouse hleypur hér alblóðugur af velli.
Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, fór upp á sjúkrahús í miðjum leik Þórs og Stjörnunnar í sautjándu umferð Domino´s deildar karla í Þorlákshöfn.

Justin Shouse fékk stóran skurð á skothöndina eftir að hafa dottið á auglýsingaskilti við hliðarlínu vallarins. Það fossblæddi strax úr honum og Marvin Valdimarsson, sem gat ekki spilað með Stjörnunni vegna meiðsla, fór strax með hann upp á sjúkrahús.

Samkvæmt heimildum Vísi þá þurfti að sauma tólf spor í hendi Justins sem hefur þó ágætan tíma til að jafna sig. Næst á dagskrá eru bikarúrslit og næsti leikur Stjörnunnar er ekki fyrr en eftir tíu daga.

Justin Shouse var stigalaus á þeim tíu mínútum sem hann spilaði í fyrsta leikhlutanum en atvikið gerðist undir lok hans.

Stjörnumenn náðu að landa góðum útisigri án Justins en Stjarnan vann leikinn 94-87 þar sem hinn öflugi Al'lonzo Coleman var með 41 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar Justin Shouse meiddi sig í kvöld. Þar sést líka þegar Marvin rýkur af stað með hann.

Justin fær slæman skurð í Þorlákshöfn

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×