Erlent

Tólf látnir í hitabylgju í Bretlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Battersea Park í London.
Frá Battersea Park í London. Vísir/AFP
Fimm baðstrandargestir létu lífið á heitasta degi ársins í Bretlandi í gær. Að sögn talsmanns breskra heilbrigðisyfirvalda hafa því alls tólf manns látið lífið í hitabylgju síðustu viku.

Milljónir Breta hafa haldið út á strönd til að svala sig í hitabylgjunni sem skall á á síðustu dögum sumarleysis Breta. Yfirvöld hafa varað menn við að halda sér í hæfilegri fjarlægð frá sjónum.

Tveir menn fundist látnir á ströndinni Camber Sands í suðausturhluta landsins í gær, nokkrum tímum eftir að fréttir bárust af þremur mönnum sem höfðu drukknað á breskum ströndum.

Hitinn fór upp í rétt tæpar 34 gráður í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×