Innlent

Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs

Birgir Olgeirsson skrifar
Khaled leiddur fyrir dómara í september þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum í fyrsta skipti.
Khaled leiddur fyrir dómara í september þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir honum í fyrsta skipti. Vísir/anton brink
Dómkvaddur matsmaður og dómkvaddir yfirmatsmenn telja Khaled Cairo sakæhfan. Þetta kom fram í aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. 

Geðlæknarnir Nanna Briem og Lára Björgvinsdóttir voru dómkvaddar sem yfirmatsmenn til að meta sakhæfi Khaleds en þeim fannst ekki mikil merki um iðrun og samkennd og að hann tæki ekki höfnun vel. Það leiði líkum að því að hann sé haldin einhverskonar persónuleikaröskun en geri hann hins vegar ekki ósakhæfan.

Úr dómsal í dag.Vísir/Rakel
Sigurður Páll Pálsson geðlæknir, sem var dómkvaddur matsmaður, sagði geðskoðun á Khaled hafa leitt í ljós að hann væri með eðlilegt geð.

Við aðalmeðferðina sagði Sigurður að í samtölum hans við Khaled hefði Khaled verið á því að afbrotið væri Sanitu að kenna. Sagði Sigurður Khaled hafa sagt sér að hann hefði elskað Sanitu en hún væri sömuleiðis síðasta sort fyrir að hafa sært sig með því að vera með öðrum mönnum. Viðbrögð hans hefðu því verið henni að kenna að mati Khaleds.

Sigurður sagði Khaled ekki siðblindan en gríðarlega stoltan af sjálfum sér, vilji vinna og sé hörku duglegur. Þá sagði Sigurður að engin gögn bentu til þess að Khaled sé andfélagslegur. Sagði Sigurður að Khaled ætti greinilega erfitt með að taka höfnun. Hann átti áður í sambandi við aðra konu en komst að því síðar meir að hún væri gift. Hann hefði brugðist afar illa við þeim fréttum og reynt að stytta sér aldur.

Nanna Briem geðlæknir sagði ekkert benda til þess að Khaled væri haldinn geðrofi. Spurð út í viðbrögð Khaleds í skýrslutökum, þar sem hann fór til að mynda að hlæja tryllingslega þegar honum voru sýndar myndir af Sanitu á vettvangi, sagði hún það frekar tengjast varnarviðbrögðum hans þegar málið varð honum mjög óþægilegt en ekki benda til geðrofs.

Lokað var fyrir ummæli við fréttina.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×