Innlent

Töldu rúmlega sjöhundruð seli

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/jón páll
Sjöhundruð og sex selir sáust í selatalningunni miklu sem haldin var á vegum Selaseturs Íslands hinn 27. júlí síðastliðinn. Selir voru taldir á allri strandlengjunni á Vatnsnesi og Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra, samtals um 100 km. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Selasetri Íslands.

Þrjátíu manns tóku þátt í talningunni og voru það innlendir sem og erlendir ferðamenn sem aðstoðuðu sérfræðinga við talninguna.

Aðeins færri selir sáust í ár miðað við árið 2013, en þá voru talin 757 dýr. Árið 2012 voru talin 614 dýr, en fjöldinn þar á undan hefur verið yfir þúsund dýr. Þó eru þessar talningar einungis vísbending um lágmarksfjölda þeirra sela sem dvelja á þessu svæði.

Markmið talningarinnar er að fylgjast með fjölda og staðsetningu landsela á Vatnsnesi og Heggstaðanesi, ásamt því að gefa almenningi tækifæri á að kynnast og taka þátt í rannsóknarstarfsemi Selaseturs Íslands, að því er fram kemur í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Selatalningin mikla fer fram um helgina

Selatalningin mikla fer fram í áttunda sinn þann 27. júlí næstkomandi og er skemmtileg upplifun fyrir þá sem vilja njóta náttúrunnar og nærveru sela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×