Innlent

Töldu ákærulið LÖKE-málsins ekki líklegan til sakfellis

Samúel Karl Ólason skrifar
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari og Gunnar Scheving Thorsteinsson.
Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari og Gunnar Scheving Thorsteinsson. Vísir/Pjetur/Valli
Ríkissaksóknari hefur fallið frá öðrum ákæruliði gegn Gunnari Scheving Thorsteinssyni í LÖKE-málinu svokallaða. Ákæruliðurinn sneri að uppflettingu lögreglumannsins á 41 konu í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE.

Það var ákveðið eftir að frekari gagnaöflun ákæruvaldsins leiddi í ljós að ekki væri hægt að útiloka að meiri hluti uppflettinganna hefðu tengst starfi Gunnars. Því var ákæruliðurinn ekki talinn líklegur til sakfellis.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Ríkissaksóknara.

Í tilkynningunni segir að þau gögn sem hafi legið fyrir við útgáfu ákæru hafi bent til að uppflettingarnar hefðu ekkert tengst starfi hans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×