Innlent

Töldu að gestur á Straight Outta Compton í Smárabíó hefði látið lífið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Smárabíó er í Smáralind í Kópavogi.
Smárabíó er í Smáralind í Kópavogi. Vísir/Albert
Gestum á sýningu kvikmyndarinnar Straight outta Compton í Smárabíó í kvöld var mörgum hverjum brugðið þegar kvikmyndinni var lokið. Fólk var að gera sig klárt til að yfirgefa salinn þegar umferð úr salnum stöðvaðist. Maður, líklega á þrítugsaldri, sat þá einn eftir í sæti sínu og virtist vera meðvitundarlaus.

Svo virtist sem maðurinn væri einn á ferð því viðbrögð fólks, sem gerði tilraun til þess að vekja hann, gáfu ekki til kynna að það þekkti hann. Héldu hreinlega sumir gestanna að maðurinn væri látinn og var hringt í neyðarlínuna.

Skömmu síðar rankaði hins vegar maðurinn við sér og vildi samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hvorki ræða við sjúkraflutningsmenn né lögreglu þegar hana bar að garði. Betur virðist því hafa farið en á horfðist í fyrstu enda töldu fjölmargir að gesturinn hefði týnt lífi.

Um var að ræða sýningu klukkan 20 í Sal 1 í Smárabíó sem var nokkuð þétt setinn en salurinn tekur 400 manns í sæti. Urðu líklega í kringum 100 manns vitni að uppákomunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×