Erlent

Tóku fimm af lífi fyrir njósnir

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu. vísir/bbc
Samtökin Íslamska ríkið hafa sent frá sér myndband af aftöku fimm karlmanna. Vígamennirnir sökuðu mennina fimm um njósnir á vegum breska ríkisins og hóta hryðjuverkum hætti Bretar ekki hernaði gegn samtökunum. BBC greinir frá.

Myndbandið, sem er um tíu mínútna langt, sýnir einn liðsmann og ungan dreng hafa í hótunum við David Cameron forsætisráðherra Bretlands. Þeir segjast vera frá Raqqa í Sýrlandi og Benghazi í Líbýu en tala með breskum hreim.

Ekki er ljóst að svo stöddu hvort myndbandið sé ósvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×