Erlent

Tók upp þegar maður reyndi að ræna hann

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá skjáskot úr myndbandinu.
Hér má sjá skjáskot úr myndbandinu.
Ferðalangur sem hjólaði um Buenos Aires náði því á myndband þegar maður reyndi að ræna hann og otaði að honum byssu.

Ferðalangurinn heitir Mike Graziano og á vef Telegraph kemur fram að hann ætli sér að heimsækja 195 lönd á ferðalagi sínu um heiminn. Maðurinn reyndi að ræna Graziano mætti honum á hjólreiðastíg í hverfi í Buenos Aires sem Graziano segir að sé fremur hættulegt. Maðurinn var á mótorhjóli og elti Graziano uppi. Ferðalangurinn reyndi að flýja en ræninginn hljóp á eftir honum og reyndi að taka upp byssu sína.

Graziano náði að lokum að flýja og náði tali af lögreglumanni. Hann hafði skilið hjólið sitt eftir í átökunum við ræningjann og þurfti að fá lánað hjól frá öðrum til þess að komast í burtu frá manninum, eins og sjá má á myndbandinu.

Ræninginn bað Graziano um bakpokann hans, en Graziano skilur ekki mikið í spænsku og skildi ekki ræningjann. Graziano hélt að maðurinn væri að biðja um hjólið sem hann var á. Graziano kallaði ræningjann „amigo“ sem þýður vinur á spænsku, til þess að reyna að ná til hans.

Myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×