Innlent

Tók myndband af fisflugvél hrapa

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fisflugvélin hrapaði á nefið en þegar fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa koma á staðinn var búið að snúa vélinni á réttan kjöl.
Fisflugvélin hrapaði á nefið en þegar fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa koma á staðinn var búið að snúa vélinni á réttan kjöl. Mynd/Hilmar Bragi-Víkurfréttir
Gat á nýrri eldsneytisleiðslu og röng viðbrögð flugmanna við ofrisi leiddu til þess að lítil fisflugvél hrapaði til jarðar og flugkennari og nemandi fórust á Reykjanesi 20. október árið 2012. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Nemandinn í fluginu, 42 ára karlmaður. hafði skömmu fyrir slysið keypt fisflugvélina ásamt öðrum. Hann var við stjórn vélarinnar þegar hún ofreis og hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak á Sléttuflugvelli. Flugkennarinn var 66 ára. Rannsóknarnefndin telur að gat á nýrri eldsneytisleiðslu, sem eigendurnir settu í sjálfir, hafi valdið gangtruflunum þannig að hreyfillinn missti afl.

„Það er mat RNSA [rannsóknarnefndarinnar] að viðbrögð flugmannanna við ofrisi og spuna hafi ekki verið rétt,“ segir í skýrslunni.

Þá kemur fram að flugmaður annarrar kennsluflugvélar sem var á lofti fylgdist með flugi fisflugvélarinnar og myndaði það allt þar til hann missti símann úr höndunum eftir að fisið var byrjað að snúast til jarðar en rétt áður en vélin skall á nefið. Stuðst var við myndband hans og vitnisburð, auk frásagnar annars sjónarvotts á jörðu niðri við rannsókn slyssins.


Tengdar fréttir

Flugmenn brugðust ekki rétt við

Gangtruflanir og mannleg mistök eru orsakir þess að tveir menn fórust þegar lítil fisflugvél hrapaði til jarðar á Reykjanesi fyrir tveimur árum, að mati Rannsóknarnefndar samgönguslysa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×