Lífið

Tók með sér hristara á leikskólann

Guðný Hrönn skrifar
Elna María Tómasdóttir starfar á MAR.
Elna María Tómasdóttir starfar á MAR.
Elna María Tómasdóttir bar sigur úr býtum í Íslandsmóti barþjóna á Reykjavík Cocktail Weekend sem lauk seinasta sunnudag. Elna keppti með fagurbleika drykkinn Dionysus sem hún segir vera ferskan og sætan.

„Ég myndi lýsa drykknum mínum sem sætum en ferskum eftirréttakokteil. Ég vil að hann höfði bæði til karla og kvenna,“ segir Elna María Tómasdóttir um kokteilinn sinn Dionysus.

Það tók Elnu ekki langan tíma að fullkomna drykkinn. „Hann kom í rauninni bara til mín einn daginn. Þá fór ég niður í vinnu, setti hann saman og fíníseraði hann aðeins.

Elna María reiddi þennan fallega kokteil fram á Íslandsmóti barþjóna.
Sigurinn gefur mér rétt á að fara út að keppa á heimsmeistaramóti barþjóna sem verður haldið í Danmörku seinnipart árs. Það er eitthvað sem mig hefur alltaf langað að gera,“ segir Elna sem hefur mikla ástríðu fyrir barþjónastarfinu. „Ég er alin upp af þjónum og hef alltaf verið í kringum fagið. Og það er gaman að segja frá því að ég tók með mér hristara á leikskólann og ætlaði að kenna liðinu að blanda kokteila,“ segir Elna og hlær.

Meðfylgjandi er uppskrift að kokteilnum hennar Elnu.

Dionysus



3 cl Jim beam honey

2 cl Xanté

2 cl Peach tree

1 cl lime-safi

6 cl trönuberjasafi

Kokteillinn er hristur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×