Menning

Tók málin í mínar hendur

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Þrjár myndir úr seríunni Heimshaf.
Þrjár myndir úr seríunni Heimshaf.
„Serían mín heitir Heimshaf (Ocean of the world) og samanstendur af 25 litlum vatnslitamyndum og þremur stórum olíumálverkum,“ segir Ynja Mist Aradóttir sem er með sýningu í Grósku á Garðatorgi 2 í Garðabæ í dag. Hún segir bæði form og liti myndanna endurspegla fegurð úthafsins.

Ynja er 19 ára og nýútskrifuð sem stúdent af myndlistabraut Fjölbrautar í Garðabæ.

„Ég útskrifaðist með viðurkenningu fyrir metnaðarfullt og hugmyndaríkt lokaverkefni á myndlistabraut. Vaninn er að nemendur haldi samsýningu en ég tók málin í mínar hendur því ég vildi halda mína eigin einkasýningu, segir Ynja.

Hún afrekaði það að selja meira en helming verkanna strax á fyrsta degi sýningarinnar sem var laugardagurinn 13. febrúar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×