Innlent

Tók fimm ár að auglýsa breytingu

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson kvittar undir auglýsinguna nú en ákvörðunin var upphaflega tekin af Svandísi Svavarsdóttur.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson kvittar undir auglýsinguna nú en ákvörðunin var upphaflega tekin af Svandísi Svavarsdóttur. vísir/eyþór/ernir
Í fyrradag var birt í Stjórnartíðindum auglýsing um ákvörðun setts umhverfisráðherra vegna staðfestingar á breytingum á svæðis- og aðalskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Það þætti ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að ákvörðunin var tekin fyrir tæpum fimm árum.

Aðdragandi málsins er enn lengri en það varðar breytingu á áðurgreindum skipulögum sem gerðar voru 20. desember 2002. Tillaga um breytinguna barst umhverfisráðuneytinu frá Skipulagsstofnun árið 2009 en þar mælti stofnunin með því að breytingin yrði staðfest.

Þáverandi umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, staðfesti skipulagið árið 2010. Síðar meir gerði umboðsmaður Alþingis ráðherrann afturreka þar sem Svandís hafði komið að málinu á sveitarstjórnarstigi og var því vanhæf. Guðbjartur Hannesson heitinn var þá settur umhverfisráðherra í málinu og staðfesti breytinguna 1. mars 2013. Niðurstaða hans var síðan auglýst í fyrradag, rúmum fimmtán árum eftir að ákvörðunin var tekin á sveitarstjórnarstigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×