Erlent

Tók „selfie“ í nautahlaupi og nú leitað af lögreglu

Atli Ísleifsson skrifar
Sérstaklega áhættusöm hegðun er nú bönnuð á meðan á nautahlaupinu stendur.
Sérstaklega áhættusöm hegðun er nú bönnuð á meðan á nautahlaupinu stendur. Vísir/AFP
Lögregla í Pamplóna á Spáni leitar nú manns sem náðist á mynd þegar hann tók „selfie“ í miðju nautahlaupi á San Fermín hátíðinni sem nú stendur yfir. Maðurinn verður mögulega sektaður um allt að tæpa hálfa milljón króna, samkvæmt frétt Guardian.

Myndin náðist af manninum í nautahlaupi föstudagsins en þessari níu daga hátíð lýkur nú í kvöld. Yfirvöld í Pamplóna komu á nýjum reglum í ár sem banna sérstaklega áhættusama hegðun á meðan á nautahlupinu stendur, þar með taldar myndbandsupptökur.

Fimmtán hafa látist í nautahlaupum hátíðarinnar síðastliðna öld, en fjöldi manns slasast á hverju ári, bæði í átroðningi og af því að verða fyrir nauti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×